fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Wagnerliði var náðaður eftir að hafa barist í Úkraínu – Nú er aftur búið að dæma hann fyrir morð

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. júlí 2024 15:30

Nokkrir liðsmenn Wagnerhópsins. Mynd:Úkraínska leyniþjónustan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum liðsmaður Wagner-málaliðafyrirtækisins var nýlega dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir morð og morðtilraun í rússneska bænum Izhevsk.

Óháðu rússnesku rannsóknarmiðlarnir Novaya Gazeta og Verstka skýra frá þessu og segja að maðurinn hafi ráðist á unnustu sína og stungið hana með hnífi. Þegar vinur hans reyndi að stöðva árásina, réðst maðurinn á hann og stakk hann til bana.

Hann var dæmdur í átta ára fangelsi 2020 fyrir að hafa stungið kunningja sinn til bana. Honum var þó sleppt úr fangelsi 2022 þegar hann gekk til liðs við Wagner. Hann fékk síðan sakaruppgjöf eftir að hafa barist í tilskilinn tíma í Úkraínu.

Samkvæmt því sem segir í umfjöllun óháða rússneska miðilsins Mediazona og BBC þá voru tæplega 50.000 fangar fengnir til liðs Wagner í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Fengu fangarnir sakaruppgjöf ef þeir lifðu sex mánuði af á vígvellinum í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Elmar fékk þungan dóm

Elmar fékk þungan dóm
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
Fréttir
Í gær

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings