fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Pútín varar Vesturlönd við – Sérfræðingur hefur litlar áhyggjur af heimsstyrjöld en annað veldur honum meiri áhyggjum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. júní 2024 04:04

Er hann dauðvona? Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sífellt fleiri vestræn ríki hafa veitt Úkraínumönnum heimild til að nota vopn, sem þau hafa gefið þeim, til árás á rússneskt landsvæði. Þetta fer að vonum illa í Rússa og í síðustu viku varaði Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, þessi ríki við og sagði þetta geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir þau og heimsbyggðina.

Jacob Kaarsbo, sérfræðingur hjá dönsku hugveitunni Tænketanken Europa og fyrrum aðalgreinandi hjá leyniþjónustu danska hersins, segir að það virki þegar Pútín hefur í hótunum.

Hann ræddi málið nýlega í umræðuþættinum „Debatten“ hjá Danska ríkissjónvarpinu. Sagði Kaarsbo að Kremlverjar noti fjölmiðla til að ræða um þriðju heimsstyrjöldina og að stríðið geti stigmagnast og að kjarnorkuvopnum verði beitt. Þetta geri þeir til að fá Vesturlönd til að hvika frá stuðningi sínum við Úkraínu. „Og þetta virkar. Maður verður að taka hattinn ofan fyrir Pútín og handlöngurum hans: Þeir eru mjög góðir í þessu og margir stjórnmálamenn og álitsgjafar hoppa á vagninn,“ sagði Kaarsbo.

Hann benti á að áður hafi margir haft áhyggjur af hvað myndi gerast ef Úkraínumenn myndu ráðast á Krím. Það hafi þeir gert og nákvæmlega ekkert hafi gerst.

Hann sagði að ástæða sé til að ætla að það sama gildi um heimsstyrjöldina sem Pútín varar við, hann muni ekki hefja hana. Meiri ástæða sé til að hafa áhyggjur af hiki NATÓ-ríkja við að heimilda Úkraínumönnum að nota vopnin frá þeim til árása á rússneskt landsvæði.

„Til að halda lokinu á pottinum er nauðsynlegt að sýna að við sættum okkur ekki við þetta, jafnvel þótt Rússland sé kjarnorkuveldi. Ástæðan er að þetta sendir skilaboð um að allir sem ráða yfir kjarnorkuvopnum og hafa illt í huga, geti leyft sér hvað sem er. Við lendum í hættulegum spíral, þar sem kjarnorkuvopn dreifast stjórnlaust, ef við setjum ekki fótinn niður hér,“ sagði hann og vísaði meðal annars til Írans í þessu samhengi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Í gær

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Í gær

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri