Real Madrid hefur staðfest komu Kylian Mbappe til félagsins en hann kemur frítt frá PSG til spænsku meistarana.
Real Madrid vann Meistaradeild Evrópu á laugardag og strax eftir fögnuðinn tilkynnir félagið um Mbappe.
Mbappe er einn besti leikmaður í heimi og ljóst að koma hans styrkir lið Real Madrid verulega.
Draumur Mbappe hefur lengi verið að spila fyrir Real Madrid og var hann nálægt því að fara til félagsins fyrir tveimur árum.
Þá ákvað hann að gera nýjan samning við PSG en vildi nú færa sig yfir til Spánar.