Það er ekki seinna vænna þann 31. maí en að skella í fyrstu tilkynninguna í ár um jólatónleika og það gerðu tónlistarmennirnir Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Friðrik Ómar Hjörleifsson og Jógvan Hansen akkúrat í kvöld í miðjum forsetakappræðum á RÚV.
Tónleikarnir fara fram í Hörpu og Hofi korter í jól, eða 7. desember fyrir norðan og 16. – 21. desember í höfuðborginni, miðasala hefst 29. ágúst.