fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

98 ára úkraínsk kona gekk 10 km í skothríð til að sleppa frá Rússum – „Ég lifði síðari heimsstyrjöldina af og ég mun lifa þetta stríð af“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. maí 2024 04:05

Lidia Stepanivna. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

98 ára úkraínsk kona segist hafa gengið 10 km til að sleppa frá rússneska innrásarliðinu. Á göngu hennar lenti hún í skothríð frá Rússum. Hún notaði stafi til að styðjast við og svaf á jörðinni á leið sinni frá herteknu svæði yfir á svæði sem er á valdi Úkraínumanna.

Í myndbandi, sem úkraínska lögreglan birti nýlega, segir konan, sem heitir Lidia Stepanivna, að hún hafi gengið þessa leið án þess að hafa mat eða vatn með sér. Hún segist hafa dottið nokkrum sinnum en „persónuleiki“ hennar hafi haldið henni gangandi.

„Ég lifði síðari heimsstyrjöldina af og ég mun lifa þetta stríð af. Ég á ekkert en ég yfirgaf mína Úkraínu fótgangandi,“ segir hún í myndbandinu.

Hún yfirgaf heimili sitt í Ocheretyne í Donetsk og segir að stríðsrekstur Rússa í Úkraínu minni ekkert á það sem gerðist í síðari heimsstyrjöldinni. „Hús brenna og tré rifna upp með rótum,“ segir hún í myndbandinu að sögn Independent.

Á heimasíðu úkraínska innanríkisráðuneytisins kemur fram að úkraínskir hermenn hafi komið auga á Stepanivna að kvöldi til og hafi komið henni til aðstoðar og komið í umsjá lögreglunnar sem reyni nú að hafa uppi á ættingjum hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Kjartan segir að þetta muni leiða til stóraukinna umferðartafa

Kjartan segir að þetta muni leiða til stóraukinna umferðartafa
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Jólabarnið Jasmina búin að fá nóg af fólki sem segir hana ekki aðlagast – „Mig langar stundum í einfalt Excel-skjal með skýrum viðmiðum“

Jólabarnið Jasmina búin að fá nóg af fólki sem segir hana ekki aðlagast – „Mig langar stundum í einfalt Excel-skjal með skýrum viðmiðum“
Fréttir
Í gær

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi
Fréttir
Í gær

Elmar fékk þungan dóm

Elmar fékk þungan dóm
Fréttir
Í gær

Dæmdur fyrir að sviðsetja slys í Borgarbyggð

Dæmdur fyrir að sviðsetja slys í Borgarbyggð
Fréttir
Í gær

Arkitekt lýsir áhyggjum sínum: „Afleiðingin er sú að nú rísa hús sem enginn hefur beðið um”

Arkitekt lýsir áhyggjum sínum: „Afleiðingin er sú að nú rísa hús sem enginn hefur beðið um”