fbpx
Mánudagur 27.október 2025
433Sport

Segir að Liverpool eigi eigingjarnasta leikmann sögunnar – ,,Hann gerði meira mál úr þessu“

Victor Pálsson
Laugardaginn 4. maí 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohamed Salah er eigingjarnasti leikmaður í sögu fótboltans að sögn Graeme Souness sem er fyrrum leikmaður og goðsögn Liverpool.

Salah er eins og flestir vita leikmaður Liverpool í dag en miklar líkur eru á að hann kveðji félagið í sumar.

Salah var hundfúll í síðustu umferð gegn West Ham og reifst við stjóra sinn, Jurgen Klopp, á hliðarlínunni en hann fékk örfáar mínútur í 2-2 jafntefli.

Souness hefur margt gott að segja um Salah en er einnig sannfærður um að hann sé að kveðja í sumar og að um mjög eigingjarnan spilara sé að ræða.

,,Ég trúi því að Mohamed Salah sé á förum frá Liverpool í sumar. Hann hefur verið frábær fyrir félagið en ef hann heldur til Sádi Arabíu þá verður han ein stærsta stjarnan þar í landi,“ sagði Souness.

,,Það er ekki hægt að deila um það að hann lítur mjög stórt á sjálfan sig og var reiður að fá ekki að byrja leikinn gegn West Ham í síðustu viku. Hann gerði meira mál úr þessu en Klopp.“

,,Salah er eigingjarnasti leikmaður sem ég hef nokkurn tímann séð. Janfvel fyrir þennan leik, ef hann er tekinn af velli þá er hann alltaf óánægður. Það er það sem þú vilt frá þínum leikmanni, ef þeir hafa skorað tvö mörk þá vilja þeir ná því þriðja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Slot viðurkennir að hann finni ekki svarið – Lið vita nú um veikleika þeirra

Slot viðurkennir að hann finni ekki svarið – Lið vita nú um veikleika þeirra
433Sport
Í gær

Veltu fyrir sér næstu skrefum Halldórs – „Ég held að það sé augljós kostur“

Veltu fyrir sér næstu skrefum Halldórs – „Ég held að það sé augljós kostur“
433Sport
Í gær

Biður hann um að hlusta ekki á allt og einbeita sér að því að spila betur

Biður hann um að hlusta ekki á allt og einbeita sér að því að spila betur
433Sport
Í gær

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag
433Sport
Í gær

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu
433Sport
Í gær

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“