fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Segir að Liverpool eigi eigingjarnasta leikmann sögunnar – ,,Hann gerði meira mál úr þessu“

Victor Pálsson
Laugardaginn 4. maí 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohamed Salah er eigingjarnasti leikmaður í sögu fótboltans að sögn Graeme Souness sem er fyrrum leikmaður og goðsögn Liverpool.

Salah er eins og flestir vita leikmaður Liverpool í dag en miklar líkur eru á að hann kveðji félagið í sumar.

Salah var hundfúll í síðustu umferð gegn West Ham og reifst við stjóra sinn, Jurgen Klopp, á hliðarlínunni en hann fékk örfáar mínútur í 2-2 jafntefli.

Souness hefur margt gott að segja um Salah en er einnig sannfærður um að hann sé að kveðja í sumar og að um mjög eigingjarnan spilara sé að ræða.

,,Ég trúi því að Mohamed Salah sé á förum frá Liverpool í sumar. Hann hefur verið frábær fyrir félagið en ef hann heldur til Sádi Arabíu þá verður han ein stærsta stjarnan þar í landi,“ sagði Souness.

,,Það er ekki hægt að deila um það að hann lítur mjög stórt á sjálfan sig og var reiður að fá ekki að byrja leikinn gegn West Ham í síðustu viku. Hann gerði meira mál úr þessu en Klopp.“

,,Salah er eigingjarnasti leikmaður sem ég hef nokkurn tímann séð. Janfvel fyrir þennan leik, ef hann er tekinn af velli þá er hann alltaf óánægður. Það er það sem þú vilt frá þínum leikmanni, ef þeir hafa skorað tvö mörk þá vilja þeir ná því þriðja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eiginkonan vill flytja í stórborg sem setur framtíð hans í uppnám

Eiginkonan vill flytja í stórborg sem setur framtíð hans í uppnám
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guðjón reiður vegna frétta af Ásvöllum – „Mjög lágt plan“

Guðjón reiður vegna frétta af Ásvöllum – „Mjög lágt plan“