fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Hvaða lagagreinar er Kolbeinn sakaður um að hafa brotið og hvað felst í þeim?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 3. maí 2024 21:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og rækilega hefur komið fram í fréttum hefur Kolbeinn Sigþórsson, fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu, verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni.

Sjá einnig: Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær

Í ákæru héraðssaksóknara í málinu sem DV barst í dag er lýsing á meintu broti Kolbeins sem átti sér stað þann 26. júní árið 2022. Í ákærunni er aldur meints þolanda Kolbeins afmáður, en um er að ræða stúlku. Kolbeinn er sakaður um að hafa dregið niður nærbuxur stúlkunnar og strokið kynfæri hennar fram og til baka mörgum sinnum.

Í ákærunni heldur héraðssaksóknari því fram að Kolbeinn hafi með þessu gerst sekur um brot á tveimur lagagreinum. Annars er um að ræða fyrstu málsgrein 194. greinar almennra hegningarlaga, hún er svohljóðandi:

„Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.“

Hins vegar er Kolbeinn sakaður um að hafa gerst brotlegur við fyrstu málsgrein 202. greinar almennra hegningarlaga, sem er svohljóðandi:

„Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn, yngra en [15 ára], 1) skal sæta fangelsi [ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum]. 1) … 2) [Lækka má refsingu eða láta hana falla niður, ef gerandi og þolandi eru á svipuðum aldri og þroskastigi.“

Eins og kemur fram hér að framan er hámarksrefsing við þessu broti 16 ára fangelsi samkvæmt lagabókstafnum. Hins vegar er mjög sjaldgæft, ef ekki óheyrt, að svo þungir dómar séu kveðnir upp í kynferðisbrotamálum hér á landi.

Fyrirtaka var í máli Kolbeins við Héraðsdóm Reykjaness í gær, fimmtudag. Ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð verður, en það er hin eiginlegu réttarhöld. Réttað er í málinu fyrir luktum dyrum.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ferillinn á hraðri niðurleið – Sagður skoða tilboð frá Mexíkó

Ferillinn á hraðri niðurleið – Sagður skoða tilboð frá Mexíkó
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gerrard hugsar enn um mistökin gegn Chelsea

Gerrard hugsar enn um mistökin gegn Chelsea
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Ísak Snær til Lyngby
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Alexandra var vongóð: ,,Djöfull erum við að fara taka þær“

Alexandra var vongóð: ,,Djöfull erum við að fara taka þær“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“
433Sport
Í gær

Steini Halldórs um eigin framtíð: ,,Ég myndi að sjálfsögðu alltaf hafa mig áfram“

Steini Halldórs um eigin framtíð: ,,Ég myndi að sjálfsögðu alltaf hafa mig áfram“
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“