fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Tjáir sig um ógnvekjandi lífsreynslu í fyrsta sinn: Leið eins og hún væri í miðri kvikmynd – ,,Ég hélt ég myndi deyja“

433
Sunnudaginn 21. apríl 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ruby Mae, fyrrum kærasta Dele Alli, hefur í fyrsta sinn tjáð sig um óhugnanlegt innbrot sem átti sér stað fyrir um fjórum árum síðan.

Alli var á þessum tíma leikmaður Tottenham en hann er fyrrum enskur landsliðsmaður og leukur í dag með Everton.

Mae hefur aldrei tjáð sig um eigin reynslu af innbrotinu fyrr en núna en þjófarnir stálu verðmætum og flúðu vettvang áður en lögreglan var kölluð til.

Mae var sjálf stödd í eigin svefnherbergi er hún áttaði sig á að óboðinn gestur væri mættur á heimili þeirra en Alli og vinir hans voru á neðri hæðinni er maðurinn lét til skarar skríða.

,,Ég hélt ég myndi deyja. Ég óttaðist alls kyns hluti, þetta var eins og í bíómynd,“ sagði Ruby um málið.

,,Ég vissi aldrei hvað myndi gerast næst. Þeir réðust á Dele og neyddu hann upp stigann og í sér herbergi þar sem skáparnir eru.“

,,Vinur hans kom að mér hræddur og ég vissi um leið að eitthvað væri að, hann myndi venjulega ekki ganga inn í svefnherbergið.“

,,Í hinu herberginu var maður sem ég hélt að væri Dele en eftir að hafa kallað nafn hans þá svaraði hann ekki. Ég áttaði mig fljótt á því að hann væri ekki jafn hávaxinn og Dele eða með sömu líkamsbyggingu, hann kom að mér og var mjög ógnandi.“

,,Hann byrjaði að spyrja mig hvar allt væri í húsinu og reyndi að taka af mér skartgripina. Ég vildi bara að þetta myndi hætta, að við værum örugg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Óskar Smári hættur – Segir metnað sinn og félagsins ekki haldast í hendur

Óskar Smári hættur – Segir metnað sinn og félagsins ekki haldast í hendur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sádarnir kynna ótrúlega hugmynd – Völlur sem yrði byggður ofan á skýjakljúf

Sádarnir kynna ótrúlega hugmynd – Völlur sem yrði byggður ofan á skýjakljúf
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Lið á Englandi skoða stöðu Vinícius Junior eftir hegðun hans um helgina

Lið á Englandi skoða stöðu Vinícius Junior eftir hegðun hans um helgina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Josep Martinez grunaður um að hafa valdið banaslysi

Josep Martinez grunaður um að hafa valdið banaslysi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Búist við að stóri dómurinn yfir City falli í næsta landsleikjafríi

Búist við að stóri dómurinn yfir City falli í næsta landsleikjafríi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Líklegt að De Bruyne verði frá í nokkra mánuði

Líklegt að De Bruyne verði frá í nokkra mánuði
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta í fari Salah og Van Dijk er áhyggjuefni fyrir Liverpool að mati Wayne Rooney

Þetta í fari Salah og Van Dijk er áhyggjuefni fyrir Liverpool að mati Wayne Rooney