fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
433Sport

Kallar eftir breytingum eftir galna ákvörðun um helgina – „Bara til að koma í veg fyrir allra mesta bullið“

433
Miðvikudaginn 17. apríl 2024 09:20

Myndin er samsett. Skjáskot: Vísir/Stöð 2 Sport

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Ingi Jónsson dómari gerði slæm mistök í leik Fram og Víkings á sunnudag sem reyndust dýrkeypt fyrir fyrrnenfnda liðið. Þetta var til umræðu í hlaðvarpi Íþróttavikunnar þar sem farið var yfir leikina í Bestu deild karla.

Víkingur vann leikinn 0-1 en Framarar töldu sig hafa komist yfir á elleftu mínútu leiksins þegar Alex Freyr Elísson setti knöttinn í netið. Jóhann dæmdi markið hins vegar af vegna hendi. Í endursýningum sést að það var röng ákvörðun.

Meira
Sjáðu hræðilegan dóm Jóhanns Inga í gær – „Allt í lagi að gera mistök en þú átt ekki að sjá ofsjónir“

„Akkúrat út af þessu þurfum við einhvers konar útgáfu af VAR til Íslands. Þó það gæti ekki endilega teiknað rangstöðulínur eða þess háttar, en bara til að koma í veg fyrir allra mesta bullið,“ sagði Helgi Fannar Sigurðsson í þættinum.

Hörður Snævar Jónsson tók til máls.

„Það hlýtur að líða að því. Ég er samt hræddur við var í svona „single-cam“ leikjum. En vonandi er hægt að finna einhverja tækni fyrir okkur sem eiga ekki efni á þessu dýrasta, eins og í Meistaradeildinni eða ensku úrvalsdeildinni.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hart strax búinn að landa starfi eftir ferilinn

Hart strax búinn að landa starfi eftir ferilinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu gjörsamlega sturlað mark í Garðabænum í kvöld

Sjáðu gjörsamlega sturlað mark í Garðabænum í kvöld
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Juventus rekur Allegri á næstu dögum og eru búnir að bjóða Motta samning

Juventus rekur Allegri á næstu dögum og eru búnir að bjóða Motta samning
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Benedikt agndofa yfir sögu Arnars í beinni – „Hnífur í lærið og allt í blóði en einnig þrjú skot upp í marmarann“

Benedikt agndofa yfir sögu Arnars í beinni – „Hnífur í lærið og allt í blóði en einnig þrjú skot upp í marmarann“