fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fréttir

Stefán Ingimar talinn hafa notast við burðardýr

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. mars 2024 21:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Ingimar Koeppen Brynjarsson, sem alþjóðalögreglan Interpol hefur lýst eftir, að beiðni íslensku lögreglunnar, neitar að koma til landsins. Vísir greindi frá þessu í dag.

Lögreglan vill yfirheyra Stefán vegna gruns um aðild að þremur stórum fíkniefnabrotum. Hann er meðal annars grunaður um að hafa staðið að baki innflutningi á fíkniefnum hingað til lands með burðardýrum. Einnig er hann talinn tengjast máli sem varðar innflutning á amfetamíni með Norrænu í apríl í fyrra. Um var að ræða mjög stórt smygl og lagði lögregla halda á nokkra tugi kílóa af amfetamíni.

Íslenska lögreglan hefur verið í sambandi við Stefán en hann hefur neitað að koma til landsins í yfirheyrslu.

„Við von­umst til þess að maður­inn sjái að sér og standi fyr­ir máli sínu,“ seg­ir Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­regluþjónn á miðlægri rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, í samtali við mbl.is um málið.

Árið 2019 birti DV yfirlit yfir Íslendinga sem sátu þá í fangelsum erlendis. Var Stefán einn þeirra. Stefán var handtekinn í Cancún í Mexíkó í október 2016, grunaður um fíkniefnasmygl. Fjallað var um handtöku hans í þarlendum fjölmiðlum en þar kom ekki fram hvers konar fíkniefni var um að ræða eða hversu mikið magn. Eftir handtökuna var Stefán fluttur í Cefereso-fangelsið í Perote.

Stefán var fyrir tveimur áratugum dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að hafa staðið að stórfelldum innflutningi fíkniefna til landsins, árin 1998 og 2001 (sjá frétt RÚV). Um var að ræða smygl á kókaíni og amfetamíni. Fram kom í dómi Hæstaréttar að Stefán Ingimar hefði komist í kast við lögin í Þýskalandi og Hollandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum