fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Klopp staðfestir að meiðsli Alisson séu alvarleg

Victor Pálsson
Laugardaginn 2. mars 2024 12:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ljóst að Liverpool þarf að nota varamarkmann sinn Caomhin Kelleher í næstu leikjum liðsins.

Þetta hefur Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, staðfest en Kelleher hefur varið mark liðsins undanfarið.

Brasilíumaðurinn Alisson er aðalmarkvörður Liverpool en hann er að glíma við alvarleg meiðsli að sögn Klopp.

Það er dágóður tími í að Alisson geti snúið aftur á völlinn en hann mun spila aftur áður en tímabilinu lýkur.

,,Alisson er að glíma við alvarleg meiðsli, hann verður ekki frá í stuttan tíma,“ sagði Klopp.

,,Við erum ekki með tímasetninguna eins og er en þetta eru vöðvameiðsli. Þetta eru nokkuð alvarleg meiðsli en hann mun snúa aftur fyrir lok tímabils.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag