fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
433Sport

Fyrrum forstjóri MP banka ráðinn framkvæmdarstjóri Vals

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 29. febrúar 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalstjórn Vals hefur ráðið Styrmi Þór Bragason í starf framkvæmdastjóra félagsins. Styrmir sem hefur komið víða við á starfsferli sínum er reyndur stjórnandi sem hefur byggt upp mörg öflug fyrirtæki hér á landi og erlendis.

Styrmir kemur til Vals frá Arctic Adventures sem hann átti hlut í og starfaði þar m.a. sem framkvæmdastjóri á miklum uppbyggingarárum félagsins. Hann var einnig forstjóri MP banka fyrir hrun.

„Þetta er verkefni sem ég er afar spenntur fyrir enda hef ég alla tíð borið miklar og sterkar taugar til félagsins. Ég er grjótharður Valsari og fylgist afar vel með öllu sem hér er í gangi. Knattspyrnufélagið Valur er félag sem á að vera í fremstu röð og það verður verkefni mitt að halda áfram því frábæra starfi sem hér hefur verið unnið,“ segir Styrmir Þór.

Um leið og Styrmir Þór tekur við starfi framkvæmdastjóra mun hann láta af starfi varaformanns knattspyrnudeildar Vals.

Styrmir tekur við starfinu af Sigursteini Stefánssyni sem sagði starfi sínu lausu á dögunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Umboðsmaður Rashford fundaði með Barcelona í dag

Umboðsmaður Rashford fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ekkert lið með þessa tölfræði hefur sloppið við fall

Ekkert lið með þessa tölfræði hefur sloppið við fall
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Viðræður við Partey hafnar

Viðræður við Partey hafnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ekkert til í tíðundunum á Spáni – Skrifar undir á Englandi

Ekkert til í tíðundunum á Spáni – Skrifar undir á Englandi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Árni tókst á við Mána og gagnrýndi Moggann – „Við Íslendingar förum alltaf í það í þessari forræðishyggju okkar“

Árni tókst á við Mána og gagnrýndi Moggann – „Við Íslendingar förum alltaf í það í þessari forræðishyggju okkar“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óvænt strax aftur til Englands í sumar?

Óvænt strax aftur til Englands í sumar?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Framtíð De Gea í óvissu – Samningsboð á borðinu

Framtíð De Gea í óvissu – Samningsboð á borðinu