Blaðakona að nafni Gisele Kumpel hefur ásakað lukkudýr Internacional í Brasilíu um kynferðislegt áreiti.
Frá þessu greinir Gisele sjálf en maðurinn í búningnum hefur verið vikið úr störfum tímabundið.
Kumpel starfar fyrir Canal í Brasilíu en hún tjáði sig sjálf um atvikið opinberlega og ásakar manninn um mjög óviðeigandi hegðun.
,,Hann kom upp að mér og faðmaði mig. Hann hélt áfram að faðma mig, hann ýtti við hausnum á mér og sendi á mig koss,“ sagði Kumpe.
,,Ég gat heyrt hann reyna að senda mér kossinn og ég fann fyrir svitanum. Ég var eina konan á vellinum, það voru fleiri blaðamenn þarna en ég var eina fórnarlambið.“
,,Enn einn dagurinn þar sem konur reyna að sinna sínu starfi en við þurfum að þjást vegna fávita sem eru í raun glæpamenn.“
Internacional gaf frá sér tilkynningu í kjölfarið og greindi frá að búið að væri að senda manninn í leyfi tímabundið áður en niðurstaða í málinu kemur í ljós.
Lögreglan í Brasilíu er að aðstoða Internacional í þessu ferli og er möguleiki á að Kumpel muni leggi fram kæru.