fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433

Biðja Real Madrid um að sýna skilning – Verður hann út árið?

Victor Pálsson
Mánudaginn 26. febrúar 2024 20:14

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilíska félagið Palmeiras hefur beðið Real Madrid um hjálp en liðið vill fá að halda undrabarninu Endrick út tímabilið.

Endrick hefur gert samning við Real en hann var kynntur sem nýr leikmaður liðsins í desember 2022.

Um leið og Endrick verður 18 ára gamall á hann að ganga endanlega í raðir Real en hann er þessa stundina enn leikmaður Palmeiras.

Palmeiras vill mikið halda þessum 17 ára gamla strák þar til í lok árs en óvíst er hvort Real sé tilbúið að samþykkja þá kröfu.

Útlit er fyrir að Kylian Mbappe semji við Real í sumar og vonast Palmeiras til þess að koma franska landsliðsmannsins geri Endrick kleift að spila lengur í heimalandinu.

Endrick vakti fyrst athygli aðeins 16 ára gamall og kostaði Real 60 milljónir evra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu fallegt augnablik í dag – Meyr er hann tók við óvæntum glaðningi

Sjáðu fallegt augnablik í dag – Meyr er hann tók við óvæntum glaðningi