fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Tveir bestu miðjumenn Blika farnir – Leita að styrkingum en ljóst að Aron kemur ekki

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 26. febrúar 2024 11:45

Mynd; Halmstad

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir bestu leikmenn Breiðabliks í Bestu deild karla síðasta sumar eru horfnir á braut og félagið reynir að fylla skörð þeirra. Gísli Eyjólfsson var seldur til Halmstad á dögunum og Anton Logi Lúðvíksson var seldur til Haugesunds í Noregi.

Ofan á það hafa Blikar misst Klæmint Olsen frá síðasta sumri sem var öflugasti framherji liðsins. Mörg spurningarmerki eru því yfir liði Blika nú þegar sex vikur eru í upphaf Bestu deildarinnar.

Blikar eru með augun opinn og leita að liðsstyrk, félagið bauð í Aron Jóhannsson leikmann Vals á dögunum. Valur hafnaði því tilboði um leið og framlengdi svo við Aron fyrir helgi, það er því útilokað að Blikar landi honum.

Auk þess að hafa misst bæði Gísla og Anton hafa lykilmenn eins og Davíð Ingvarsson horfið á braut í vetur.

Ólíklegt er að Blikar sjái tækifæri á markaðnum hér heima og fari því að horfa erlendis. Talið er líklegt að liðið bæti við sig miðjumanni og sóknarmanni áður en mótið hefst.

Aron Bjarnason, Arnór Gauti Jónsson og Kristinn Jónsson hafa samið við Blika í vetur. Þá missti Patrik Johannesen af nánast öllu síðasta tímabili, hann er ekki enn byrjaður að spila og óvíst með þátttöku hans í upphafi móts.

Halldór Árnason er á leið inn í sitt fyrsta tímabil sem þjálfari í efstu deild, hann tók við þjálfun Breiðabliks síðasta haust þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson flaug úr hreiðrinu og samdi við Haugaseund í Noregi.

Komnir
Kristinn Jónsson
Arnór Gauti Jónsson
Aron Bjarnason

Farnir
Davíð Ingvarsson
Gísli Eyjólfsson
Klæmint Olsen
Oliver Stefánsson
Anton Logi Lúðvíksson
Ágúst Eðvald Hlynsson
Ágúst Orri Þorsteinsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Aftur farnir að eltast við Garnacho

Aftur farnir að eltast við Garnacho
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt