Daníel Michal Grzegorzsson, 14 ára leikmaður KFA var á skotskónum í Lengjubikarnum í gær þegar sterkt lið Austfirðinga mætti Magna í Lengjubikarnum á Akureyri.
Daníel Michal Grzegorzsson er fæddur árið 2009 en var í byrjunarliði KFA og skoraði fyrsta mark leiksins.
Daníel lék tvo leiki í Lengjubikarnum síðasta vetur, þá þrettán ára gamall en hann spilaði ekkert um sumarið.
Nú árinu eldri er hann kominn í byrjunarliðið en hann skoraði markið á fjórðu mínútu leiksins. Hann var tekinn af velli í hálfleik.
Daníel Michal á að baki þrjá landsleiki fyrir U15 ára landslið Íslands.
KFA vann 2-1 sigur en liðið er líklegt til árangurs í 2 deildinni í sumar en liðið missti af sætinu upp í Lengjudeildina síðasta sumar.