fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Drukkinn ökumaður í leit að ættarmóti gerði hjónum lífið leitt – Pissaði á útidyrahurðina og kýldi manninn

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. febrúar 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt karlmann í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir húsbrot, líkamsárás og akstur undir áhrifum áfengis.

Brot mannsins voru framin aðfaranótt sunnudagsins 17. júlí 2022 en í dómi kemur fram að lögregla hafi fengið tilkynning um mann í annarlegu ástandi klukkan 01:41 þessa nótt. Kom fram að maðurinn væri að berja á hús og reyna að komast inn í það.

Lýstu hjónin því að bifreið hefði verið ekið hratt að hlaði hússins þar sem hún var stöðvuð. Há tónlist hefði verið í bifreiðinni sem hefði verið útötuð gróðri að framan.

Kváðust þau hafa séð manninn liggja í ökumannssætinu hálfsofandi og konan farið út að athuga með manninn sem hefði sagst vera að leita að ættarmóti. Hann hafi verið nokkuð æstur og þau strax grunað að hann væri undir einhvers konar áhrifum. Urðu hjónin hrædd og læstu sig inni í húsinu þar sem aðrir fjölskyldumeðlimir voru einnig viðstaddir.

Maðurinn er sagður hafa reynt að opna hurðar og berja á glugga. Þá hefði hann tekið upp heimagert sverð, sveiflað því í kringum sig en næst kastað af sér þvagi á útidyrahurð hússins. Reyndu hjónin að ná sambandi við manninn í gegnum glugga vinstra megin við útihurðina en maðurinn brugðist við með því að kýla húsbóndann á heimilinu í gegnum opinn gluggann. Hlaut maðurinn sprungu á vör og eymsli á munnsvæði við höggið.

Maðurinn lýsti atvikum þannig að hann hefði verið á ættarmóti þar sem hann var að skemmta sér og drekka. Sagðist hann ekkert muna eftir umræddum atvikum og það næsta sem hann hefði í minni sínu sé að hann rankaði við sér í fangaklefa.

Í niðurstöðu dómsins kemur fram að ekki sé hægt að fallast á varnir mannsins að neinu leyti. Þá hefði framburður húsráðenda og lögreglu sem kom á vettvang verið afar trúverðugur.

Fangelsisdómurinn yfir manninum er skilorðsbundinn til þriggja ára. Hann var að auki sviptur ökurétti í þrjú ár. Loks var manninum gert að greiða verjanda sínum samtals tæpar 800 þúsund krónur og 83 þúsund krónur í annan sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Flosi í HAM vegna athæfis ferðamanna – „Sýnileg merki um eigið egó“

Flosi í HAM vegna athæfis ferðamanna – „Sýnileg merki um eigið egó“
Fréttir
Í gær

Mikill meirihluti landsmanna hlynntur veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – Sjálfstæðismenn einir á móti

Mikill meirihluti landsmanna hlynntur veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – Sjálfstæðismenn einir á móti
Fréttir
Í gær

Segja Pútín nú beina sjónum sínum að öðru landi og ætli að „ógna öryggi á heimsvísu“

Segja Pútín nú beina sjónum sínum að öðru landi og ætli að „ógna öryggi á heimsvísu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri