„Góð stelpa,“ sagði Brendan Rodgers þjálfari Celtic og gekk út úr viðtali við fréttakonu BBC eftir leik liðsins um helgina.
Celtic hafði þá unnið 3-1 dramatískan sigur á Motherwell á útivelli.
Rodgers hafði verið að ræða við fréttakonuna um leikinn en hún vildi nánari svör um það sem hann var að ræða.
Rodgers vildi það ekki og gekk að lokum úr viðtalinu og sagði þessu orð við konuna.
Í enskum blöðum er Rodgers sakaður um kvennfyrirlitningu og er sagður vera risaeðla í skoðunum, það hafi oft komið fram.
Atvikið má heyra hér að neðan.
Celtic manager Brendan Rodgers stormed out of a radio interview earlier today…
‘Good girl’ he called the interviewer 🤔🥴pic.twitter.com/VA9IAGWRph
— george (@StokeyyG2) February 25, 2024