Genoa vann 2-0 sigur á Udinese í efstu deild Ítalíu um helgina en Albert Guðmundsson leikur með liðinu.
Albert lagði upp annað mark Genoa í leiknum en það var Mateo Retegui sem skoraði það fyrsta.
Mark Retegui var virkilega laglegt en hann skoraði með hjólhestaspyrnu af þó nokkuð stuttu færi.
Myndband af þessu flotta marki má sjá hér.
Puskás nominee ✍️
Goal of the season contender ✅
Art 👨🎨Call it what you want, Retegui’s #GenoaUdinese bicycle kick was perfection: pic.twitter.com/oVd9kHAabR
— Lega Serie A (@SerieA_EN) February 25, 2024