Phil Foden spilar betur með Manchester City þegar Kevin de Bruyne tekur ekki þátt í leikjum liðsins.
Þetta segir Alan Shearer, markahæsti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar, en Foden var hetja Englandsmeistarana gegn Bournemouth í gær.
Shearer telur að Foden fái að skína meira ef De Bruyne er ekki með en Belginn hefur verið að glíma við töluverð meiðsli í vetur.
,,Að mínu mati fær Foden meiri ábyrgð þegar De Bruyne er ekki í liðinu eða spilar ekki,“ sagði Shearer.
,,Hann telur að hann þurfi að vera eins mikill töframaður og De Bruyne á velli. De Bruyne skapar svo mikið af færum fyrir Manchester City og ég held að Phil telji að hann þurfi að fylla það skarð.“
,,Hann spilar betur með þessa ábyrgð á bakinu og allir hafa trú á honum, við vitum af hans gæðum. Hann er stórkostlegur leikmaður.“