YouTube stjarnan IShowSpeed vakti mikla athygli fyrir helgi er hann tók þátt í góðgerðarleik ásamt öðrum frægum.
Fjölmargir fyrrum fótboltamenn tóku þátt í leiknum og þar á meðan Didier Drogba, goðsögn Chelsea á Englandi.
IShowSpeed vakti fyrst og fremst athygli fyrir að strauja brasilísku goðsögnina Kaka aftan frá og vakti svo aftur athygli eftir leik.
IShowSpeed spurði Drogba að undarlegri spurningu eftir leik sem tengdist Paul Pogba, leikmanni Juventus.
Strákurinn spurði Drogba að því hvort hann væri faðir Pogba sem er einnig fyrrum leikmaður Manchester United.
,,Nei nei, hann er bara eftirlíking! Þetta er bróðir minn,“ sagði Drogba í samtali við iShowSpeed og hló í kjölfarið.