fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Barkley til Manchester United?

Victor Pálsson
Sunnudaginn 25. febrúar 2024 11:00

Barkley fagnar marki sínu. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins óvænt og það hljómar er Manchester United mögulega að skoða það að fá til sín miðjumanninn Ross Barkley í sumar.

Þetta fullyrða ensk götublöð í dag en Sir Jim Ratcliffe eignaðist 27,7 prósent hlut í enska stórliðinu fyrir helgi.

Ratcliffe þekkir vel til Barkley en hann á einnig hlut í franska liðinu Nice þar sem Barkley spilaði um tíma.

Sagt er að Ratcliffe sé mikill aðdáandi Barkley sem er þrítugur og spilar í dag með Luton í efstu deild.

Englendingurinn hefur staðið sig virkilega vel á tímabilinu og gæti vel verið á förum annað í sumar.

Barkley á að baki leiki fyrir enska landsliðið sem og leiki fyrir Everton og Chelsea í efstu deild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 3 dögum

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar