fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Fréttir

Réttarhöld í óhugnanlegu nauðgunarmáli á þriðjudag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 25. febrúar 2024 16:02

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriðjudaginn 27. febrúar næstkomandi verður aðalmeðferð í máli gegn manni sem ákærður hefur verið fyrir nauðgun. Þinghald er lokað.

Ákært er vegna atvik sem átti sér stað fimmtudaginn 2. september árið 2021. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa haft samræði og önnur kynferðismörk við konu gegn vilja hennar með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung, en ákærði sló hana nokkrum sinnum með flötum lófa í andlitið, reif í hár hennar, tók hana kverkataki, þannig að hún átti erfitt með andardrátt, og hélt henni niðri á meðan hann hafði við hana samræði. Lét hann ekki af háttseminni þó að konan bæði hann ítrekað um að hætta, að því er segir í ákæru héraðssaksóknara.

Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Fyrir hönd konunnar er gerð krafa um miskabætur upp á fjórar milljónir króna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að þurfi breytt viðhorf í málefnum fanga – „Við erum til dæmis með lögreglustjóra á Suðurnesjunum sem býr til endalaus mál á fólk“

Segir að þurfi breytt viðhorf í málefnum fanga – „Við erum til dæmis með lögreglustjóra á Suðurnesjunum sem býr til endalaus mál á fólk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa áhyggjur af fjölda sjálfsvíga eftir laser aðgerðir á augum – Ekki 100 prósent öruggt

Hafa áhyggjur af fjölda sjálfsvíga eftir laser aðgerðir á augum – Ekki 100 prósent öruggt