fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fókus

Farþegar fengu bætur eftir dólgslæti Æði-drengjanna um borð

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 21. febrúar 2024 11:59

Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farþegar um borð í flugi Play frá Alicante til Íslands í fyrra fengu gjafabréf eftir að hafa kvartað undan ölvunarástandi annnarra farþega.

Flugið var um miðjan apríl í fyrra og var þéttsetið af Íslendingum. Samkvæmt heimildum DV voru raunveruleikastjörnurnar Patrekur Jaime, Bassi Maraj, Brynjar Steinn Gylfason, betur þekktur sem Binni Glee, og tvíburarnir Gunnar Skírnir og Sæmundur Brynjólfssynir, um borð og létu mjög illa, fyrir utan Binna Glee sem sat aftast og ekki með hópnum.

Fljótlega eftir að farþegarnir komu um borð, og áður en drykkjarvagninn fór um vélina, sóttu drengirnir meira áfengi að sögn heimildarmanns DV, sem sagði einnig að þeir hafi drukkið mikið, látið illa og verið með mikil læti. Á einhverjum tímapunkti hafi þeir verið farnir að rífast og gráta.

Samkvæmt heimildum DV kvörtuðu nokkrir farþegar, sem vitað er um, í flugfélagið vegna hegðunar Patreks, Bassa, Sæmundar og Gunnars og fengu þeir farþegar strax gjafabréf upp á tugi þúsunda.

Drengirnir voru á leið heim frá Alicante eftir að hafa tekið upp hluta af fimmtu þáttaröð raunveruleikaþáttanna Æði, en fyrsti þáttur fór í loftið á Stöð 2 fyrir viku síðan. Í stiklu fyrir þættina má sjá eitthvað frá ferðalaginu en ekki umræddri flugferð. Tökuliðið var með í fluginu út en ekki heim, þegar ölvunarlætin voru.

Upplýsingafulltrúi Play sagðist ekki geta tjáð sig um mál einstaka farþega. DV reyndi að hafa samband við Æði-drengina án árangurs.

Hætti að drekka eftir að hafa séð þættina

Í viðtali hjá Ísland vaknar á K100 í byrjun febrúar sagðist Patrekur vera hættur að drekka.

„Ég hata smá þessa seríu. Ég er alveg ógeðslega vondur við alla vini mína á einhverjum tímapunkti, ég ætla bara að segja það strax. Ég skammast mín alveg fyrir það. Ég fór á bömmer þegar ég sá þættina og hætti að drekka. Ég hef ekki drukkið nú í þrjá mánuði,“ sagði Patrekur í Ísland vaknar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafdís Björg: „Ég týndi mér alveg“

Hafdís Björg: „Ég týndi mér alveg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós
Fókus
Fyrir 5 dögum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum