Breiðablik 1 – 3 FH
1-0 Eyþór Aron Wöhler
1-1 Björn Daníel Sverrisson
1-2 Dusan Brkovic
1-3 Baldur Kári Helgason
FH vann flottan sigur í Lengjubikar karla í kvöld er liðið mætti Breiðabliki á Kópavogsvelli.
FH lenti undir í þessum leik en Eyþór Aron Wöhler skoraði fyrir Blika í fyrri hálfleik.
Það tók FH langan tíma að jafna en Björn Daníel Sverrisson gerði það á 70. mínútu seinni hálfleiks.
Dusan Brkovic og Baldur Kári Helgason bættu svo við mörkum fyrir Hafnfirðinga sem fagna góðum 3-1 sigri í riðlinum.