Gianluigi Buffon, fyrrum markmaður Juventus, stoppaði stutt hjá Paris Saint-Germain áður en hann lagði hanskana á hilluna.
PSG hefur aldrei tekist að vinna Meistaradeildina sem kemur mörgum á óvart vegna gæða leikmanna félagsins til margra ára.
Nefna má Kylian Mbappe, Thiago Silva, Marquinhos, Neymar og Marco Verratti en það gekk lítið upp í deild þeirra bestu.
Buffon hefur nú tjáð sig um eigið sjónarhorn á stöðunni en hann lék aðeins með liðinu í eitt tímabil.
,,Ég kom frá Juventus sem var með sterka leikmenn innanborðs en þegar ég mætti til PSG hugsaði ég með mér ‘Guð minn góður,’ sagði Buffon.
,,Ef við myndum taka þessa lykilmenn og setja þá í Juventus þá myndum við vinna Meistaradeildina fjögur ár í röð.“
,,Ég velti því fyrir mér af hverju þeir gátu aldrei unnið Meistaradeildina, manni leið eins og þetta væri ómögulegt.“