Tottenham hefur engar áhyggjur af því að missa Ange Postecoglou í sumar en hann er orðaður við starfið hjá Liverpool.
Telegraph fullyrðir þessar fréttir en Postecoglou hefur gert flotta hluti með lið Tottenham í vetur.
Ástralinn spilar ekki ólíkan fótbolta Jurgen Klopp sem er stjóri Liverpool en er á förum eftir tímabilið.
Það eru meira en þrjú ár eftir af samningi Postecoglou og er stjórn félagsins róleg yfir þessum orðrómum.
Xabi Alonso er talinn vera númer eitt hjá Liverpool en óvíst er hvort hann vilji yfirgefa Bayer Leverkusen í Þýskalandi.