Mohamed Salah sóknarmaður Liverpool hefur hafið æfingar að fullum krafti og vekur það athygli Egypta sem voru svekktir með hann á Afríkumótinu.
Salah yfirgaf herbúðir landsliðsins í miðju móti vegna meiðsla sem hann hefur nú jafnað sig af.
Salah er byrjaður að taka þátt í öllum æfingum og er að verða leikfær, er það styrkur fyrir Liverpool.
Liverpool hefur þó spilað vel í fjarveru Salah sem gæti verið að spila sitt síðasta tímabil með Liverpool.
Salah er sterklega orðaður við lið í Sádí Arabíu sem reyndu síðasta sumar að kaupa hann án árangurs.
🚨🇪🇬 Mo Salah, back to full training with the team today.pic.twitter.com/doQRkAG6qa
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 13, 2024