Married to the Game eru nýir þættir sem eru að mæta á Amazon Prime en þar eru eiginkonur knattspyrnumanna í aðalhlutverki. Ein af þeim er Sara Gundogan eiginkona Ilkay Gundogan.
Sara og Ilkay fluttu til Barcelona í sumar en Sara hafði hraunað yfir lífið í Manchester þegar Ilkay spilaði fyrir Manchester City.
Hún sagði matinn í Manchester ógeðslegan og fór ekki fögrum orðum um verðmiðann á því að fara út að borða.
Nú í dag eftir örfáa mánuði á Spáni er hún byrjuð að sakna borgarinnar.
„Eftir að ég eignaðist vini í Manchester þá var ég virkilega ánægður. Ég var komin með mitt líf og rútínu í Manchester. Ein besta vinkona mín er þar,“ segir Sara í dag.
„Ég hef lent í því í fótboltanum að vinir fara en þannig er klífið. Ég átti ekki von á því að við myndu gera þetta. Þetta hefur verið krefjandi.“
„Ég er byrjuð að sakna Manchester, það er erfitt að komast inn í hlutina á Englandi en þegar það gerist þá er það gott.“