fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Elskar lífið í Sádí Arabíu – Saknar þess að fá ekki vínglas en fann veitingastað sem hún elskar

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 13. febrúar 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Married to the Game eru nýir þættir sem eru að mæta á Amazon Prime en þar eru eiginkonur knattspyrnumanna í aðalhlutverki. Ein af þeim er Taylor Ward eiginkona Riyad Mahrez.

Ward brestur í grát í þáttunum þegar það kemur í ljós að Mahrez hafði verið seldur frá Manchester City til Sádí Arabíu.

Ward kemur frá Manchester og var ekki að ná að meðtaka það að fjölskyldan væru nú á leið burt en hún elskar lífið í Sádí Arabíu.

„Þetta hefur verið mögnuð lífsreynsla,“ segir Ward í viðtali við Daily Mail þegar hún er spurð út í lífið og þættina.

„Það er ekkert áfengi í boði, ég fæ mér því ekki vínglas. Þetta er betra en ég þorði að vona, í fyrstu ferðinni minni sá ég að Nandos er þarna. Ég var svo glöð með það.“

„Þetta er allt annað andrúmsloft en ég á að venjast, það er miklu rólegra. Í Manchester er lífið alltaf á fullu, við vorum alltaf á leið í kvöldmat með vinum og fjölskyldu. Það er það sem ég sakna kannski mest, að sjá það fólk.“

„Fólkið hér hefur tekið okkur vel, það kom mér mest á óvart hvað fólkið er almennilegt. Það er ekki hægt að bera þetta saman við England, ég nýt þess að vera hérna. Þetta er eins og að vera í sumarfríi bara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Goðsögn Arsenal hafnaði Vardy

Goðsögn Arsenal hafnaði Vardy
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum