Married to the Game eru nýir þættir sem eru að mæta á Amazon Prime en þar eru eiginkonur knattspyrnumanna í aðalhlutverki. Ein af þeim er Taylor Ward eiginkona Riyad Mahrez.
Ward brestur í grát í þáttunum þegar það kemur í ljós að Mahrez hafði verið seldur frá Manchester City til Sádí Arabíu.
Ward kemur frá Manchester og var ekki að ná að meðtaka það að fjölskyldan væru nú á leið burt en hún elskar lífið í Sádí Arabíu.
„Þetta hefur verið mögnuð lífsreynsla,“ segir Ward í viðtali við Daily Mail þegar hún er spurð út í lífið og þættina.
„Það er ekkert áfengi í boði, ég fæ mér því ekki vínglas. Þetta er betra en ég þorði að vona, í fyrstu ferðinni minni sá ég að Nandos er þarna. Ég var svo glöð með það.“
„Þetta er allt annað andrúmsloft en ég á að venjast, það er miklu rólegra. Í Manchester er lífið alltaf á fullu, við vorum alltaf á leið í kvöldmat með vinum og fjölskyldu. Það er það sem ég sakna kannski mest, að sjá það fólk.“
„Fólkið hér hefur tekið okkur vel, það kom mér mest á óvart hvað fólkið er almennilegt. Það er ekki hægt að bera þetta saman við England, ég nýt þess að vera hérna. Þetta er eins og að vera í sumarfríi bara.“