Félög á Englandi eru byrjuð að kanna það hvort leikmenn séu að nota hippakrakk og er það prófað þegar læknisskoðanir fara fram.
Þannig segja ensk blöð frá því að leikmaður sem ætlaði að semja við félag í næst efstu deild í janúar hafi ekki fengið skiptin í gegn.
Ástæðan er notkun hans á hippakrakki sem er hláturgas, kom þetta fram í læknisskoðun hans og hætti félagið við.
Notkun á hippakrakki er sögð mikil á meðal knattspyrnumanna og hefur verið ítrekað fjallað um það.
Of mikil notkun á því getur validð skorti á B12 vítamíni í líkamanum sem er nauðsynlegt fyrir taugakerfið.