Mounir Hamoud fyrrum stjarna í norskum fótbolta lést í gær en hann var þá mættur í nýja vinnu og var á sínum fyrsta degi.
Hamoud var barnastjarna í fótboltanum en hann átti farsælan feril í Noregi og lék með Lyn, Bodo/Glimt og Stromgodset.
Hann fékk hjartaáfall í vinnunni og lést aðeins 39 ára gamall.
Hamoud átti ættir að rekja til Marokkó en hann var að byrja að starfa sem þjálfari hjá Stromgodset.
Hamoud átti að sjá um þróun yngri leikmanna og halda utan um þá en hann hafði starfað í sama starfi hjá NFF Buskerud.
Hann var spenntur fyrir nýju starfi en á fyrsta degi í vinunni gaf hjartað sig og Hamoud kvaddi þennan heim.