fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Þessir sjö berjast um fjögur sæti í stjórn KSÍ

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. febrúar 2024 14:07

© 365 ehf / Valgarður Gíslason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borghildur Sigurðardóttir og Ívar Ingimarsson gefa ekki kost á sér í stjórn KSÍ þegar kosið verður um fjögur sæti á ársþingi KSÍ.

Borghildur hefur mikla reynslu en ákveður nú að láta gott heita, Ívar hefur starfað fyrir sambandið í tvö ár en hættir nú.

Pálmi Haraldsson og Sigfús Ásgeir Kárason sækjast báðir eftir endurkjöri í stjórn en berjast við fimm aðila um málið.

Ingi Sigurðsson fyrrum stjórnarmaður í KSÍ býður sig fram en það gerir einnig Pétur Marteinsson fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu.

Sigurður Örn Jónsson er einnig í framboði og Sveinn Gíslason fyrrum formaður aðalstjórnar Breiðabliks er einnig með.

Þá hefur útvarpsmaðurinn fyrrverandi og fyrrum þjálfarinn, Þorkell Máni Pétursson í framboði.

Sjö hafa boðið sig fram til stjórnar og keppast þar um fjögur sæti:

Ingi Sigurðsson
Pálmi Haraldsson
Pétur Marteinsson
Sigfús Ásgeir Kárason
Sigurður Örn Jónsson
Sveinn Gíslason
Þorkell Máni Pétursson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Átti erfitt með svefn eftir tap Íslands – „Maður var svolítið tómur“

Átti erfitt með svefn eftir tap Íslands – „Maður var svolítið tómur“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Í gær

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald
433Sport
Í gær

Þetta er sögð ástæða þess að Ronaldo mætti ekki í útför Diogo Jota

Þetta er sögð ástæða þess að Ronaldo mætti ekki í útför Diogo Jota