Eigendur Newcastle eru ekki hættir að versla knattspyrnulið en nú eru þeir forríku frá Sádi Arabíu að horfa til Ítalíu.
Þetta fullyrðir La Repubblica en þeir eignuðust Newcastle fyrir þremur árum síðan og hefur gengið batnað verulega síðan þá.
Samkvæmt heimildum miðilsins er nú horft til Roma og eru þeir tilbúnir að borga 800 milljónir punda fyrir ítalska stórliðið.
Ekki nóg með það þá verður spreðað 250 milljónum um leið í glænýjan heimavöll – eitthvað sem gæti þó farið illa í stuðningsmenn ítalska liðsins.
Um er að ræða gríðarlega stóran klúbb sem hefur þó verið í lægð í þónokkur ár en félagið er í dag í eigu Dan og Ryan Friedkin sem eru frá Bandaríkjunum.