Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er á meðal þeirra sem eru alls ekki hrifnir af hugmyndinni af ‘blá spjaldinu.’
Bláa spjaldið gæti orðið hluti af fótboltanum á næstu árum en leikmaður er þar sendur af velli í tíu mínútur.
Talað hefur verið um að bláa spjaldið gæti verið notað í FA bikarnum næsta vetur en líkurnar eru ekki miklar.
,,Við þurfum að auðvelda dómurunum lífið eins mikið og við getum,“ sagði Klopp á blaðamannafundi.
,,Þetta er mjög erfitt starf, ég held að nýtt spjald myndi bjóða upp á fleiri mistök og fólk byrjar að tala um hvort hann hafi átt að fá blátt eða gult spjald.“
,,Þetta flækir hlutina mikið, þeir vilja prófa þetta sem er í lagi en að mínu mati er hugmyndin ekki frábær.“