Harry Kane viðurkennir að hann hafi átt í erfiðleikum í sumar eftir að hafa skrifað undir hjá Bayern Munchen.
Kane var seldur til Bayern frá Tottenham en þurfti að búa einn á hóteli í marga mánuði til að byrja með.
Fjölskylda hans er nú flutt til Þýskalands og líður leikmanninum betur í dag og sýnir það með frammistöðu sinni á vellinum. Kane hefur skorað 28 mörk í 27 leikjum á tímabilinu.
,,Þetta var alls ekki auðvelt, fyrstu fjórir eða fimm mánuðirnir einn á hótelinu án fjölskyldunnar,“ sagði Kane.
,,Þetta var svo sannarlega erfitt en ég er stoltur af því hvernig ég stóð mig á vellinum miðað við kringumstæðurnar.“
,,Tíminn leið og mér var farið að líða meira eins og heima hjá mér, allir hérna hafa komið frábærlega fram við okkur.“