Jack Grealish og kærasta hans urðu fyrir miklu áfalli undir lok síðasta árs er innbrotsþjófar komst inn á heimili þeirra og rændu yfir einni milljón punda í skartgripum.
Grealish hefur síðan þá spilað afskaplega lítið fyrir Manchester City og til að mynda aðeins 14 mínútur í síðustu fjórum leikjum.
Pep Guardiola, stjóri City, hefur nú tjáð sig um stöðu leikmannsins og vonar innilega að hann komist aftur í fyrra stand.
,,Ég er alveg viss um að þetta hafi haft áhrif á hann í nokkra daga. Vonandi hefur hann gleymt þessu í dag en þetta hefði haft áhrif á mig líka,“ sagði Guardiola.
,,Það er ekki auðvelt að glíma við það sem hann gekk í gegnum. Hann er mögnuð manneskja og við reyndum að hjálpa honum eins mikið og mögulegt var.“
,,Við þurfum á honum að halda, við þurfum á öllum að halda og þar á meðal Jack.“