Freyr Alexandersson tapaði sínum fyrsta leik sem þjálfari Kortrijk í Belgíu í kvöld.
Freyr hefur náð frábærum árangri hingað til en hann tók við Kortrijk á mjög erfiðum stað í fallbaráttu.
Liðið er enn á botni deoldarinnar með 18 stig en sex stig eru í öruggt sæti og eiga liðin fyrir ofan leik til góða.
St. Truiden var andstæðingur kvöldsins og vann leikinn 1-0 með sínu eina skoti á rammann.
Næsti leikur Freysa og félaga verður gríðarlega erfiður gegn toppliði Royale Union SG sem er á toppnum með tíu stiga forystu.