Það virðist ekkert ætla að skýrast í málum Kylian Mbappe sem er leikmaður Paris Saint-Germain.
Mbappe er gríðarlega eftirsóttur en hann verður samningslaus í sumar og hefur enn ekki framlengt í París.
Ólíklegt er að það verði niðurstaðan en stuðningsmenn PSG binda vonir um að hann taki nokkur tímabil í viðbót.
Forseti félagsins, Nasser Al-Khelaifi, vildi lítið gefa upp er hann var spurður út í framtíð leikmannsins.
Stuðningsmenn PSG eru sagðir vera orðnir mjög órólegir yfir stöðunni enda Mbappe mikilvægasti leikmaður liðsins.
,,Þegar við höfum tekið ákvörðun þá munum við segja ykkur frá henni,“ sagði Al-Khelaifi við blaðamenn.