fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
433Sport

Leggja fram breytingar eftir að Arnar fór í símann á síðasta ári

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 9. febrúar 2024 15:00

Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍTF leggur til breytingar á lögum KSÍ vegna þess hvað gerðist síðasta sumar þegar Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings var í símanum þegar hann var í leikbanni.

Arnar var þá í sambandi við varamannabekk sinn og taldi það mega en reglurnar hjá KSÍ voru óskýrar. Hann var að lokum sektaður fyrir málið.

Tillaga ÍTF:
Þjálfari eða forystumaður sem tekur út leikbann og mætir á leikstað skal vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari hefur flautað til leiksloka. Á því tímabili má viðkomandi ekki vera á leikvellinum, boðvangi, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við lið sitt. Viðkomandi má ekki með neinum hætti vera í tengslum við lið sitt á sama tímabili, t.a.m. ekki í gegnum símtæki, tölvu eða með öðrum slíkum hætti.

Jafnframt er viðkomandi óheimilt að taka þátt í fjölmiðlaviðburðum á leikvangi að leik loknum. Ef leikmaður, sem jafnframt er þjálfari annars liðs, er úrskurðaður í leikbann, er honum heimilt að stjórna liði sínu á því tímabili, sem hann tekur út leikbann sem leikmaður.

Greinargerð
Uppfærsla á reglugerð í samræmi við agareglugerð FIFA. Á síðasta keppnistímabili þvældist mál þjálfara innan agakerfis KSÍ í margar vikur þar sem ákvæði þetta þótti ekki nægjanlega skýrt. Hér er tillaga um að uppfæra ákvæðið í samræmi við þá tækni sem mögulegt er að nota og í samræmi við skýrar agareglur FIFA.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gæti óvænt farið til London fyrir tæpa 14 milljarða

Gæti óvænt farið til London fyrir tæpa 14 milljarða
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bálreiðir stuðningsmenn Manchester United kalla eftir því að þessir leikmenn pakki strax í töskur

Bálreiðir stuðningsmenn Manchester United kalla eftir því að þessir leikmenn pakki strax í töskur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja í kvöld – „Framtíðin er svört“

Þetta hafði þjóðin að segja í kvöld – „Framtíðin er svört“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svona eru byrjunarliðin í Bilbaó

Svona eru byrjunarliðin í Bilbaó
433Sport
Í gær

Áhugaverð staða Róberts til umræðu – „Hann og hans fjölskylda sætta sig ekki við þetta“

Áhugaverð staða Róberts til umræðu – „Hann og hans fjölskylda sætta sig ekki við þetta“