Jon Dahl Tomasson er á barmi þess að vera rekinn úr starfi sem þjálfari Blackburn Rovers eftir ömurlegt gengi undanfarið.
Arnór Sigurðsson er leikmaður liðsins en liðið hefur ekki unnið í átta leikjum í röð.
Danski þjálfarinn fór vel af stað með Blackburn en hallað hefur undan fæti og er Blackburn í viðræðum um starfslok hans.
John Eustace er maðurinn sem Blackburn ætlar að ráða til starfa en hann var rekinn frá Birmingham í upphafi tímabils.
Eustace var að gera fína hluti með Birmingham en var rekinn til að fá Wayne Rooney til starfa en hann hefur nú misst starfið sitt þar.
Blackburn situr í átjánda sæti deildarinnar og er farið að daðra við falldrauginn.