Paris Saint-Germain er á leið á nýjan heimavöll en þetta hefur forseti félagsins, Nassr Al-Khelaifi staðfest.
PSG hefur í mörg ár spilað á Parc des Princes, þjóðarleikvangi Frakka, og hefur reynt að kaupa eignina af ríkinu.
Það hefur hins vegar ekki gengið upp og þarf PSG að leita sér að nýju heimili í París en óvíst er hvar það verður.
PSG hefur spilað á vellinum síðan 1974 en ríkið í París neitar að selja og nú mun félagið horfa á annað heimili.
,,Við vitum hvað við viljum, við reyndum að kaupa Parc í mörg ár,“ sagði Al-Khelaifi við blaðamenn.
,,Þetta er hins vegar búið mál, við viljum nú finna okkur annan heimavöll.“