Thomas Meunier hefur yfirgefið lið Borussia Dortmund og tekur óvænt skref á ferlinum 32 ára gamall.
Meunier er fyrrum leikmaður Paris Saint-Germain og Dortmund en hann festi sig aldrei í sessi í Þýskalandi.
Meunier spilaði með Dortmund í alls fjögur ár en lék bara 56 deildarleiki og skoraði í þeim þrjú mörk.
Öflugur bakvörður sem á að baki 62 landsleiki fyrir Belgíu en hann spilaði með PSG frá 2016 til 2020.
Nú er Meunier farinn til Trabzonspor í Tyrklandi en liðið leikur í efstu deild þar í landi.