Sergio Reguilon, leikmaður Tottenham, birti ansi skemmtileg ummæli á Twitter í gær við færslu Michael Owen.
Owen er nafn sem flestir kannast við en hann gerði garðinn frægan sem leikmaður Liverpool og hélt síðar til Real Madrid.
Owen óskaði syni sínum til hamingju með afmælið áqq Twitter og birti mynd af þeim feðgum með.
Sonur Owen þykir vera ansi líkur Reguilon og tók Argentínumaðurinn eftir því sjálfur og svaraði.
,,Pabbi?“ skrifaði Reguilon og fékk gríðarlegan fjölda af ‘likes’ við þau ummæli.
Þetta má sjá hér.