Bayer Leverkusen hefur enn ekki tapað leik á tímabilinu og situr á toppi þýsku deildarinnar. Xabi Alonso, sem hefur verið orðaður við Liverpool, hefur gert frábæra hluti með liðið og nálgast það nú ótrúlegt met sem er í eigu Bayern Munchen.
Leverkusen er nú ósigrað í 30 leikjum í öllum keppnum en met Bayern Munchen er 32 leikir.
Augu flestra verða væntanlega á leik Leverkusen um næstu helgi en þá fær liðið einmitt Bayern Munchen í heimsókn í þýsku deildinni. Leverkusen situr á toppnum með 52 stig en Bæjarar eru í 2. sæti með 50 stig.
Ef Leverkusen tapar ekki þeim leik getur það jafnað met Bayern gegn Heidenheim 17. febrúar næstkomandi og slegið metið á heimavelli gegn Mainz þann 23. febrúar.