Ibramhim Osman er á leið til Brighton frá Nordsjælland í Danmörku. The Athletic segir frá.
Um er að ræða 19 ára gamlan sóknarmann sem er afar spennandi.
Tilboð Brighton upp á um 16,5 milljónir punda var í dag samþykkt af Nordsjælland en Osman spilar þó í Danmörku út þessa leiktíð, áður en hann fer til Brighton í sumar.
Nordsjælland er þekkt fyrir akademíu sína, þar sem margir leikmenn hafa farið í gegn. Þá er Brighton sömuleiðis þekkt fyrir að finna ungstirni út í heimi og selja þau dýrt síðar.
Osman kemur frá Gana en hefur ekki enn spilað landsleik fyrir þjóð sína.