Al-Nassr í Sádi-Arabíu ætlar að bjóða Raphael Varane risasamning í sumar ef marka má enska miðilinn Daily Star.
Varnarmaðurinn, sem gekk í raðir Manchester United sumarið 2021, hefur sterklega verið orðaður frá enska félaginu. Samningur hans rennur út í sumar og United vill ekki nýta sér ákvæði um að framlengja hann um eitt ár nema leikmaðurinn sé til í að lækka vel í launum. Hann þénar um 350 þúsund pund á viku.
Varane er ekki sérlega spenntur fyrir því og gætu peningarnir í Sádí því heillað meira.
Samkvæmt fréttum er Al-Nassr til í greiða Varane 50 milljónir punda í laun á ári. Félagið getur boðið honum hærri laun þar sem það þyrfti ekki að kaupa leikmanninn.
Hjá Al-Nassr spilar auðvitað Cristiano Ronaldo. Varane þekkir hann vel frá tíma sínum hjá Real Madrid og United.