fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Son neyddist til að biðjast afsökunar eftir skammarlegt tap – Eru 64 sætum neðar á heimslistanum

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 7. febrúar 2024 08:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suður-Kórea er úr leik í Asíukeppninni eftir óvænt tap gegn Jórdaníu í útsláttarkeppni mótsins.

Þetta eru úrslit sem komu mörgum á óvart en Jórdanía er 64 sætum fyrir neðan Suður-Kóreu á heimslistanum.

Suður-Kórea gerði sér vonir um að vinna keppnina en það hefur ekki gerst síðan 1960.

Frammistaða Suður-Kóreu í leiknum var í raun til skammar en liðið átti ekki skot á markið í leiknum.

Heung Min Son, stærsta stjarna Suður-Kóreu og leikmaður Tottenham, þurfti að biðjast afsökunar eftir tapið óvænta.

,,Þetta er svo svekkjandi, við erum í tárum eftir þetta tap. Jórdanía hefur átt frábært mót hingað til og átti sigurinn skilið,“ sagði Son.

,,Við áttum alls ekki gott kvöld og vorum of hræddir við að gera mistök – við biðjumst afsökunar á frammistöðunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Í gær

Salah hetja Egyptalands

Salah hetja Egyptalands
433Sport
Í gær

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins
433Sport
Í gær

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi
433Sport
Í gær

Forsetinn sannfærður um að Neymar skrifi undir

Forsetinn sannfærður um að Neymar skrifi undir