fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Son neyddist til að biðjast afsökunar eftir skammarlegt tap – Eru 64 sætum neðar á heimslistanum

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 7. febrúar 2024 08:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suður-Kórea er úr leik í Asíukeppninni eftir óvænt tap gegn Jórdaníu í útsláttarkeppni mótsins.

Þetta eru úrslit sem komu mörgum á óvart en Jórdanía er 64 sætum fyrir neðan Suður-Kóreu á heimslistanum.

Suður-Kórea gerði sér vonir um að vinna keppnina en það hefur ekki gerst síðan 1960.

Frammistaða Suður-Kóreu í leiknum var í raun til skammar en liðið átti ekki skot á markið í leiknum.

Heung Min Son, stærsta stjarna Suður-Kóreu og leikmaður Tottenham, þurfti að biðjast afsökunar eftir tapið óvænta.

,,Þetta er svo svekkjandi, við erum í tárum eftir þetta tap. Jórdanía hefur átt frábært mót hingað til og átti sigurinn skilið,“ sagði Son.

,,Við áttum alls ekki gott kvöld og vorum of hræddir við að gera mistök – við biðjumst afsökunar á frammistöðunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Í gær

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Í gær

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina