Það er óvíst hver tekur við liði Liverpool í sumar en Jurgen Klopp er að láta af störfum eftir níu ár hjá félaginu.
Einn maður er helst orðaður við starfið en það er Spánverjinn Xabi Alonso sem lék á sínum tíma með enska liðinu.
Samkvæmt frönskum miðlum er Liverpool búið að hafa samband við Alonso og gerði það fyrst í nóvember.
Alonso hefur gert frábæra hluti með Bayer Leverkusen í Þýskalandi og er á óskalista fleiri liða í Evrópu.
Óvíst er hvort Alonso vilji færa sig um set strax en hann á góðan möguleika á að vinna deildina með Leverkusen á tímabilinu.