fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Baunaði á Salah sem fór snemma heim en tekur nú við landsliðinu

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 7. febrúar 2024 07:00

Salah fór meiddur af velli í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egyptaland er búið að ráða inn nýjan stjóra eftir misheppnaða Afríkukeppni þar sem liðið datt úr keppni í 16-liða úrslitum.

Portúgalinn Rui Vitoria var við stjórnvölin á mótinu en eftir tap gegn Kongó var hann látinn fara.

Hossam Hassan hefur verið ráðinn í hans stað en hann starfaði sem sparkspekingur í Egyptalandi á meðan mótinu stóð.

Um er að ræða markahæsta leikmann í sögu Egyptalands en hann lét helstu stjörnu liðsins, Mohamed Salah, heyra það áður en liðið féll úr leik.

Hassan gagnrýndi þar Salah fyrir að snúa aftur heim til Liverpool snemma þar sem hann reyndi að jafna sig af meiðslum frekar en að gera það í herbúðum landsliðsins.

,,Ef Salah telur að það sé best að fara þá ætti hann að gera það og ekki koma aftur því þetta eru ekki alvarleg meiðsli. Hann þarf á sjúkraþjálfara að halda sem er í boði hjá landsliðinu,“ sagði Hassan á meðal annars.

,,Hann þarf ekki á sérstakri meðhöndlun að halda í Liverpool, félagið veit það vel að ef þeir telja hann þurfa eitthvað geta þeir sent lækninn á mótið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann